
Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd á dögunum þegar hann var á útleið frá Tromsø.
Myndin sýnir eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G frá Álasundi. Skipið var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöðinni Simek AS í Flekkufirði í mars árið 2018.
Skipið er 55,5 metra langt og 13,20 metra breitt knúið Rolls-Royce Bergen aðalvél.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution