Sandafell HF 82

1812. Sandafell HF 82. Ljósmynd Hörður Harðarson.

Sandafell HF 82 var smíðað í Póllandi fyrir Hvamsfell hf. í Hafnarfirði og kom til landsins sumarið 1988.

Svo segir frá í 9. tbl. Ægis það ár:

20. júlí sl. kom nýtt stálfiskiskip til Hafnarfjarðar, m/s Sandafell HF 82. Skip þetta er smíðað hjá skipa smíðastöðinni Stocznia Wisla í Gdansk í Póllandi, smíðanúmer KB 21/3B, og er hannað hjá stöðinni.

Sandafell HF kemur í stað 51 rúmlesta eikarbáts, smíðaður árið 1954, sem bar sama nafn og hefur nú verið úreldur. Hið nýja Sandafell er sérstaklega búið til dragnóta-veiða. Sandafell HF er smíðað eftir sömu frumteikningu og Skálavík SH (sjá 7. tbl. ’88), en er 3-5 metrum lengra.

Sandafell er í eigu Hvammsfells hf. í Hafnarfirði. Skipstjóri á skipinu er Ólafur Finnbogason, og yfirvélstjóri er Hörður Andrésson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Kristmundur Finnbogason.

Sandafell, sem selt var til Rússlands árið 2003, er 25,93 metrar að lengd, 6 metra breitt og mælist 90 brl. að stærð.

1812. Sandafell HF 82. Ljósmynd Hörður Harðarson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s