
Rækjubáturinn Fönix St 177 kom til Húsavíkur um miðjan mars árið 2016 og þá voru þessar myndir teknar. Þegar hann kom og fór. Erindi hans var að ná í rækjutroll.
Fönix ST 177, sem smíðaður var árið 1960 í Noregi, hefur verið í eigu Ragnars ehf. á Hólmavík frá árinu 2012 en upphaflega hét báturinn Seley SU 10.
Báturinn er 25,96 metrar að lengd, breidd hans er 6,41 metrar og hann mælist 187 BT að stærð. Aðalvél hans er 850 hestafla Caterpillar frá árinu 1985.
Fönix var yfirbyggður árið 1986 og ný brú sett á hann. Hann hafði þá verið lengi í endurbyggingu í Dráttarbraut Keflavíkur h/f sem eignaðist hann árið 1982. Báturinn hafði skemmst mikið eftir að eldur kom upp í honum árið 1978. Þá hét hann Jón Ágúst GK 60. Eftir endurbygginguna fékk hann nafnið Fönix KE 111.
Eftir það hefur hann heitið mörgum nöfnum en sennilega þekktastur sem Bergvík VE 505 eftir að hafa strandað í Vöðlavík í desembermánuði 1993.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution