
Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.
Á heimaasíðu Loðnuvinnslunnar segir að skipið sé byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf. Það er 90 metrar að lengd, breidd þess er 18 metrar og það mælist 4624 GT að stærð.
Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði tók þessar myndir sem hér birtast í morgun.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution


