Helga II RE 373

1018. Helga II RE 373. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Helga II RE 373 er hér á toginu á rækjunni árið 1987 en þegar þarna var komið í sögu hennar var stutt í þá nýju sem smíðuð var í Ulsteinvik í Noregi.

Hún kom ári síðar og tók skipasmíðastöðin, Ulstein Hatlö A/S, þessa upp í og seldi til Chile. Þar fékk hún nafnið Ana Cristina og er enn að sem brunnbátur. Þ.e.a.s seiðaflutningaskip.

Helga II RE 373 sem hér um ræðir var smíðuð árið 1967 fyrir Ingimund h/f í Harstad í Noregi.

Morgunblaðið sagði svo frá komu hennar 17. mars 1967:

NÝTT, 300 tonna fiskiskip kom til landsins sl. föstudag. Það er Helga II., eign hlutafélagsins Ingimundar hf., en það fyrirtæki á einnig Helgu I, 200 tonna skip smíðað 1956. Helga II er smíðuð í Harstad í Noregi og reyndist með ágætum á leiðinni til Íslands þó veður væri slæmt.

Ganghraði var 11,2 mílur. Helga II. er búin tveimur Simrad Astic tækjum, loran, Arkas sjálfstýringu og 64 mílna Decca radar. Þá er einnig um borð síldardæla, Rapp krani með 38 tommu hjóli til að draga inn nótina, færiblökk og snurpuspil sem dregur 19 tonn.

Helga átti að fara sína fyrstu veiðiferð í dag (föstudag) og ætlunin að fara á þorskanet. Skipstjóri er Ármann Friðriksson, stýrimaður Indriði Sigurðsson og fyrsti vélstjóri Jakob Daníelsson. Helgurnar eru báðar gerðar út frá Reykjavík.

Þannig var það, Helga II var lengd 1974 og yfirbyggð 1977 og eins og sjá má var brúnni lyft upp eins og eina hæð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ein athugasemd á “Helga II RE 373

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s