Árbakur EA 308

2154. Árbakur EA 308 ex Natsek. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Árbakur EA 308 liggur hér utan á Kolbeinsey ÞH 10 við slippkantinn á Akureyri.

Myndin er tekin um jólahátíð, og er mér næst að halda að Árbakur hafi þarna verið nýkominn í flotann. Hann var keyptur til landsins árið 1991 og kom til Akureyrar 18. desember það ár.

Þann dag sagði Morgunblaðið svo frá:

ÁRBAKUR EA-308, hinn nýi togari Útgerðarfélags Akureyringa, kemur til heimahafnar um hádegi í dag, miðvikudag. Ferð skipsins frá Hirtshals á Norður-Jótlandi hefur sóst vel, en hann var um fjóra sólarhringa á leiðinni.

Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, sagði að Árbakur færi beint í slipp hjá Slippstöðinni á Akureyri þar sem setja á m.a. upp aðgerðar- og þvottaaðstöðu á vinnsludekk. Reiknað er með að skipið verði allt að tvo mánuði í slipp.

Útgerðarfélagið mun halda gamla Sólbak EA-305 úti á veiðum þann tíma, en fyrirhugað var að leggja honum um áramót. Haffærniskírteini hans rennur þá út, en félagið hefur sótt um framlengingu á því þann tíma sem Árbakur verður í slipp.

„Það er okkur mjög mikilvægt að hafa fimm ísfisktogara á veiðum til að sjá vinnslunni í landi fyrir nægu hráefni, þannig að við sóttum um framlengingu fyrir Sólbak,“ sagði Gunnar.

Árbakur EA-308 er væntanlegur til Akureyrar um hádegi í dag og sagði Gunnar að vissulega yrði tekið hlýlega á móti honum.

Árbakur, sem áður hét Natsek, var smíðaður fyrir Grænlendinga árið 1980 hjá Örskov Christensens Staalskibsvært A/S, Frederikshavn í Danmörku, og var smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Skipið var hannað af Nordvestconsult A/S og smíðað sem rækjutogari með frystibúnaði. Það var lengt um 12.1 metra árið 1984.

Árbakur átti síðar eftir að ganga í gegnum breytingar sem sagt verður frá síðar en hann var seldur til Frakklands árið 2013. Hann heitir Halten Bank II í dag og er heimahöfn hans Boulogne Sur Mer.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s