
Bjarnarvík ÁR 13 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni 1982 en myndina tók Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 frá Húsavík.
Bjarnarvík var þegar þarna var komið í eigu Suðurvarar hf. í Þorlákshöfn. Upphaflega hét báturinn Guðmundur Þórðarson GK 75 frá Gerðum í Garði og var smíðaður í Hafnarfirði árið 1943.
Nánar má lesa um bátinn hér en hans síðasta nafn var Daníel SI 152 og er hann eflaust mest myndaði bátur landsins þar sem hann stendur og grotnar niður í slippnum á Siglufirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution
Þessi stendur sína vakt með mklum sóma í slippnum á Siglufirði.
Líkar viðLíkar við