Daníel SI 152

482. Daníel SI 152 ex Bjarnarvík ÁR 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Daníel SI 152 er eflaust mest myndaði bátur landsins þar sem hann stendur og grotnar niður í slippnum á Siglufirði.

Siglfirðingur hf. á Siglufirði keypti bátinn ásamt aflaheimildum frá Þorlákshöfn snemma árs 1989 en þá hét hann Bjarnarvík ÁR 13.

Honum var gefið nafnið Daníel SI 152 en tilgangur með kaupunum var að auka við aflaheimildir frystitogarans Siglfirðings SI 150.

Eitthvað var Daníel þó gerður út til rækjuveiða eins og sést á myndinni hér að ofan sem tekin var á Húsavík. En hve lengi, það er spurning.

Daníel SI 152 hét upphaflega Guðmundur Þórðarson GK 75 frá Gerðum í Garði og var smíðaður í Hafnarfirði árið 1943.

í 5. tbl. Ægis það ár sagði m.a. :

Þann 8. apríl síðastl. hljóp af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar nýr vélbátur, er heitir Guðmundur Þórðarson. Bátur þessi er 52 brúttó rúml. að stærð og hefur 100 hestafla Lister Dieselvél.

Kjölurinn að bátnuni var lagður snemma í ágúst 1942, en smíðin tafðist sökum efnisskorts og annarra orsaka. Eigendur bátsins eru Ægir h. f. Gerðum og Kristinn Árnason og Co., Gerðum. 

Framvæmdarstjóri hans verður Finnbogi Guðmundsson, en skipstjóri Kristinn Arnason. 

Báturinn hét Guðmundur Þórðarson GK 75 til ársins 1971 og átti eftir að bera nöfnin Fálkanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon 172, Sonja B SH 172 og Bakkavík ÁR 100 áður en hann fékk Bjarnarvíkurnafnið árið 1980.

Árið 1978 var báturinn keyptur til Eyrarbakka og sagði svo frá í Morgunblaðinu 20. apríl það ár:

Á LAUGARDAGINN var í Stykkishólmi afhentur nýuppgerður vélbátur, 52 lestir að stærð, sem skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi hefir að undanförnu endurbyggt.

Báturinn er eikarskip og búinn nýjustu tækjum. Hann hlaut nafnið Bakkavík ÁR 100 og er hann seldur til Eyrarbakka og kemur í stað samnefnds báts, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum á Stokkseyri í vetur.

Eigendur eru Þórður og Sigfús Markússynir á Eyrarbakka og verður Þórður skipstjóri á bátnum, sem heldur nú þegar á togveiðar. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s