Hildur, Andvari og Sæborg

1354. Hildur ex Héðinn HF 28. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hildur var byggð á Akureyri árið 1974 á Bátaverkstæði Gunnlauga og Trausta. Hét upphaflega Múli ÓF 5. 

Norðursigling keypti bátinn síðla sumars 2009 og um haustið var henni siglt til Engernsund í Danmörku.

Þar var henni breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Hildur kom aftur til Húsavíkur um mitt sumar 2010 og hóf siglingar. Hún hefur síðan siglt með farþega við Íslands-, Grænlands- og Noregsstrendur.

Hildur er 36 brl. að stærð.

1438. Andvari ex Salka GK 79. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Andvari var smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH 140.

Norðursigling eignaðist bátinn árið 2012 en hann hafði sokkið eftir að siglt var á hann við bryggju í Sandgerði haustið 2011.

Bátnum var náð á flot og upp í slipp þar sem allt var rifið af honum ofan þilfars og ekkert beið hans nema förgun.

Vorið 2012 dró Knörrinn Sölku norður til Húsavíkur og rúmum fjórum árum síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda eftir að hafa verið endurbyggður sem rafknúinn hvalaskoðunarbátur.

Andvari er 30 brl. að stærð.

1475. Sæborg ex Áróra. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæborg var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977 fyrir Húsvíkinga. 

Hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var gerð út frá Húsavík til ársins 1991 er hún var seld.

Norðursigling keypti bátinn vorið 2016 en þá hafði hann verið gerður út um tíma til siglinga með ferðamenn frá Reykjavík undir nafninu Áróra.

Sæborg er 40 brl. að stærð.

Heimildir eru m.a fengnar af vefnum aba.is, heimasíðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna og úr Íslenskum skipaskrám.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s