
Bjarnarey VE 501 var smíðuð hjá Slippstöðinni á Akureyri og afhent eigendum sínum í aprílmánuði árið 1973.
Báturinn, sem var 152 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík en heimahöfn hans Vestmannaeyjar.
Bjarnarey var síðar yfirbyggð og seinna sleginn út að aftan. Hún varð síðar í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmannaeyjum og enn síðar Ísfélags Vestmannaeyja.
Bjarnarey var seld til Írlands árið 1992 og hafði þá verið VE 504 um tíma.
Á Írlandi hélt Bjarnarey nafni sínu en útgerð hennar stóð til ársins 1998 er hún sökk, mannbjörg varð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.