Júlíus Havsteen ÞH 1

2262. Júlíus Havsteen ÞH ex Quaasiut II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1996.

Júlíus Havsteen ÞH 1 kom til heimahafnar á Húsavík í lok janúar 1996 en skipið hafði verið keypt frá Grænlandi.

Samið var um kaupin á togaranum sem keyptur var frá Grænlandi um mitt ár 1995 og birtist eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu þann 15. júlí það ár:

Útgerðarfyrirtækið Höfði Húsavík hefur skrifað undiur samninga um kaup á rækjufrystitogara frá Grænlandi. Skipið er um 400 tonn, smíðað í Danmörku árið 1987. 

Höfði á fyrir skuttogarann Júlíus Havsteen ÞH-1 og bátana Aldey ÞH- 110 sem er um 100 brúttórúmlestir og eikarbátinn Kristey ÞH- 25 sem er 50 brúttórúmlestir.

Að sögn Kristjáns Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Höfða, er ekki ljóst hvort Júlíus Havsteen fer úr rekstri í stað nýja skipsins en verið er að vinna í hvernig kvótamál verða leyst. 

Nýja skipið er að sögn Kristjáns í góðu ásigkomulagi. 

Það á að koma til landsins í desember og fer fyrst í slipp hjá Slippstöðinni-Odda á Akureyri áður en Höfði tekur við því. Hann sagðist reikna með 15 manna áhöfn á skipinu.

Júlíus Havsteen ÞH 1 var seldur Jökli h/f á Raufarhöfn sumarið 1997 og fékk nafnið Rauðinúpur ÞH 160.

Síðar Sólbakur EA 7, Sólbakur RE 207 og því næst Sóley Sigurjóns GK 200 sem er það nafn sem togarinn ber í dag.

2262. Júlíus Havsteen ÞH 1 ex Quaasiut II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1996.

Með því að smella á myndirnar má skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s