
Grænlenski frystitogarinn Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til hafnar í Hafnarfirði undir kvöld í gær og tók Óskar Franz þessar myndir af honum.
Qaqqatsiaq GR 6-403 var smíðaður hjá Ørskov Christensens Staalskibsværft A/S í Frederikshavn, Danmörku, og afhentur á árinu 2001. Stálvinna smíðinnar fór fram hjá Santierul Naval Braila SA í Braila í Rúmeníu.
Skipið fékk nafnið Steffen C. GR 6-403. sem það ber fram til ársins 2005 en þá fékk það nafnið sem það ber í dag, Qaqqatsiaq GR 6-403 með heimahöfn í Nuuk.

Qaqqatsiaq GR 6-403 er 70 metra langur, 15 metra breiður og mælist 2,772 GT að stærð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution