
Þorgeir GK 73 er hér á Seyðisfirði eitthvað að lóna, þetta var á síldarárunum og myndina tók Hreiðar Olgeirsson þá skipverji á Dagfara ÞH 70.
Þorgeir GK 73 var 127 brl. að stærð. Síðar endurmældur og var þá 137 brl. Báturinn hét áður Ingólfur GK 96 og er smíðaður í Hollandi 1925.
Í bókinni Íslensk skip kemur fram að hann er skráður á Íslandi 1946 og eigandinn Ingólfshöfði h/f í Keflavík.
Þegar þessi mynd var tekin 1967-8 að ég held var báturinn í eigu Miðness hf. í Sandgerði en 1970 var það selt til Stykkishólms.
Lítið varð úr útgerð hans þar en Þorgeir hefur legið og grotnað niður í fjörunni í Landey, sem er beint á móti Skipavík, í nærri hálfa öld.
Í Morgunblaðinu 19. apríl 1962 kom þetta fram:
Nýlega kom til Sandgerðis nýr bátur, Þorgeir GK 73. Báturinn er 127 lesta stálskip og í honumverða öll nýtísku tæki, fiskleitartæki og siglingartæki. Hann fer á síldveiðar þegar hann verður tilbúinn. Eigandi bátsins er Miðnes h.f
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Þessi var gamall í Sandgerði , á þorskanetum , fór austur á síldveiðar með nót og blökk , við skujum tala að virðingu um gömlu skipin. nó að sinni kv.AE.
Líkar viðLíkar við