Máni ÞH 98 að draga grásleppunetin við Tjörnes

1920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Máni ÞH 98 er hér að draga grásleppunetin við austanvert Tjörnes á sumardaginn fyrsta.

Máni ÞH 98 var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1988 og hét upphaflega Þjóðólfur ÍS 86 og var lengi af gerður út frá Bolungarvík.

Þjóðólfur var síðan gerður út frá Suðurnesjum undir þrem nöfnum, fyrst Gefjun KE 19, síðan Þorbjörn GK 109 og Máni GK 109.

Keyptur norður í land árið 2009 af Þórði Birgissyni sem skráði hann fyrst í Hrísey sem Mána EA 36. Árið 2011 er hann skráður Máni ÞH 98 með heimahöfn á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd