Kristbjörg ÞH 44 og Haförn SK 17

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubátarnir Kristbjörg ÞH 44 frá Húsavík og Haförn SK 17 frá Sauðárkróki eru á þessum myndum sem teknar voru að mig minnir í Héraðsflóa.

Þessir bátar tengjast að því leyti að Dögun hf. keypti Kristbjörgu ÞH 44 til Sauðárkróks árið 1997 og leysti hún Haförn S 17 af hólmi við hráefnisöflun fyrir rækjuverksmiðju fyrirtækisins.

100. Haförn SK 17 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bátarnir voru báðir smíðaðir í Noregi, Kristbjörg ÞH 44 hét upphaflega Sóley ÍS 22 frá Flateyr og kom árið 1966. Haförn SK 17 hét upphaflega Hoffell SU 80 og var smíðaður 1959. Báðir eru bátarnir farnir í pottinn illræmda.

1009. Kristbjörg ÞH 44 – 100. Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd