
Rækjubátarnir Kristbjörg ÞH 44 frá Húsavík og Haförn SK 17 frá Sauðárkróki eru á þessum myndum sem teknar voru að mig minnir í Héraðsflóa.
Þessir bátar tengjast að því leyti að Dögun hf. keypti Kristbjörgu ÞH 44 til Sauðárkróks árið 1997 og leysti hún Haförn S 17 af hólmi við hráefnisöflun fyrir rækjuverksmiðju fyrirtækisins.

Bátarnir voru báðir smíðaðir í Noregi, Kristbjörg ÞH 44 hét upphaflega Sóley ÍS 22 frá Flateyr og kom árið 1966. Haförn SK 17 hét upphaflega Hoffell SU 80 og var smíðaður 1959. Báðir eru bátarnir farnir í pottinn illræmda.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution