
Bolvíski línubáturinn Fríða Dagmar ÍS 103 er á þessum myndum að koma inn til Grindavíkur undir kvöld í gær í suðaustan skítveðri eins og ljósmyndarinn orðaði það.
Fríða Dagmar ÍS 103 er í eigu útgerðarfélagsins Salting ehf. og var smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum árið 2012. Upphaflega var báturinn Cleopatra 40B en eftir að hafa verið lengdur telst hann vera Cleopatra 50.

Það er nú ekki oft sem vestfirskir bátar detta inn á síðuna en kemur þó fyrir.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution