
Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík tók þessar myndir þegar Sæborg ÞH 55 kom ný til Húsavíkur.
Það var að ég held í byrjun marsmánaðar 1977, frekar en í lok febrúarmánaðar, sem hún sigldi fánum prýdd inn í höfnina og vel var tekið á móti henni.
Fram á standa (að ég held) Guðmundur Óskarsson og Gunnlaugur Jónasson. Karl Óskar Geirsson er á brúarvængnum og glitta má í Aðalsteinn P. Karlsson skipstjóra í brúarglugganum.
Sæborg ÞH 55, sem er 40 brl. að stærð, var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977. Hún var smíðuð fyrir Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein Pétur og Óskar Eydal á Húsavík.
Báturinn heitir Sæborg í dag og er gerð út af Norðursiglingu til hvalaskoðunar á Skjálfanda og Eyjafirði.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution