
Hér er Sæljón EA 55 að láta úr höfn á Húsavík eftir að hafa verið þar um tíma meðan skipt var um brú á bátnum. Sennilega 1985.
Sæljón RE 317 var smíðað fyrir Gunnar Guðmundsson skipstjóra og útgerðarmann í Esbjerg í Danmörku árið 1955 og hét Sæljón alla tíð. Það varð síðar GK 103, SU 103 og SH 103 áður en það varð EA 55 árið 1979.
Sæljónið sökk 5 október 1988 um 25 sjómílum norður af Siglunesi. Þriggja manna áhöfn bjargaðist um borð í Bjarma EA frá Dalvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Duglegir sjómenn norðan af Ströndum , Gunnar og synir á Sælljóni RE. hart sótt á þorskanetin frá Grindavík. . , Hrólfur aflamaður , sótti ‘Arna Magg GK5 nýjan til Noregs 1963 og Arnar RE21 .1964 , Blessuð sé minning þessa góðu manna , sem voru nágrannar mínir á vestast á
Vesturgötu í Rvk. . Sigldi með Hrólfi 28 ára skipstj, á Arnari , nó að sinni .kv.AE.
Líkar viðLíkar við
Gaman að heyra þetta Axel
Líkar viðLíkar við