
Norski báturinn Maniitsoq T-52-S kom inn á Stakksfjörðinn í morgun en erindi hans var að koma af sér manni.
Hafnsögubáturinn Auðunn fór að bátnum til að ná í manninn og tók Karl Einar Óskarsson þessa mynd þegar lagt var af stað í land aftur.
Maniitsoq T-52-S var smíðaður 1960 og mælist 634 BT að stær. Lengd hans er 44,65 metrar og breiddin 9,17.
Heimahöfn hans er Tromsø og hann er skráður selveiðari sýnist mér. Meðal fyrri nafna er Kvitbjorn, Gullstein og Harmoni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór,Þessi hefur oft fiskað loðnu hér við land þegar að hann hét Harmoni.
Líkar viðLíkar við
Ok kannski maður hafi séð myndir honum
Líkar viðLíkar við
Sæll Aftur.Ég er viss um að þú hafir séð myndir af honum hér við land hann hefur komið hingað á Seyðisfjörð og víðar á austfjarðarhafnir.
Líkar viðLíkar við