
Hilmar Örn Kárason tók þessar myndir af nóta- og togveiðiskipinu Berki NK 122 í flotkví Slippsins á Akureyri.
Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014.
Börkur var smíðaður í Tyrklandi árið 2012 en hann er 3588 BT að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution