
Geysir BA 25 siglir hér til hafnar á Húsavík um árið en hann var á rækjuveiðum undir stjórn Þórðar Birgissonar.
Geysir hét upphaflega Baldur EA 108 á íslenskri skipaskrá en þegar hann var keyptur til Dalvíkur 1981 af Upsaströnd hf. hét hann Glen Urquhart A-364 og hafði verið gerður út frá Aberdeen.
Baldur, sem var tæpir 36 metrar að lengd, var smíðaður 1974 í Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole í Englandi og var smíðanúmer 579 frá þeirri stöð.

Samkvæmt miða frá góðvini síðunnar eru þetta nöfnin sem togarinn bar en hann var afskráður 2009:
Glen Urquhart A364. Útg: Aberdeen. Bretlandi. (1974 – 1981).
Baldur EA 108. Útg: Upsaströnd h.f. Jóhann Antonsson. Dalvík. (1981 – 1988).
Baldur EA 108. Útg: Útgerðarfélag KEA. Dalvík. (1988 – 1990).
Baldur EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990).
Þór EA 108. Útg: Snorri Snorrason. Dalvík. (1990 – 1992).
Þór HF 6. Útg: Stálskip hf. Hafnarfirði. (1992 – 1994).
Lómur HF 177 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði. (1994 – 1997). Lómur HF 777 Útg: Lómur h.f. Hafnarfirði.
(1997 Geysir BA 25. Útg: Vesturskip. Eiríkur Böðvarsson. Bíldudal (1997 – 2003).
Geysir BA 25. Útg: Hreinn Hjartarsson. Reykjavík. (2003 – 2004).
Seldur til Rússlands 2004 og var þá í eigu Skeljungs.
Navip. Útg: Murmansk. (2004 – 2009).
Afskráður í Rússlandi 2009.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution