
Gundi tók þessar myndir af Samherjatogaranum Björgúlfi EA 312 á veiðislóðinni sl. mánudag en hann var um borð í systurskipinu Björgu EA 7.
Þessi Björgúlfur EA 312 er þriðja skipið sem ber þetta nafn og EA 312 en sá fyrsti kom 1960 og var einn a-þýsku tappatogaranna. Smíðaður 1959. Hét síðar Járngerður GK 477 og hún sökk þar sem hún var við loðnuveiðar undan Breiðamerkursandi í febrúarmánuði 1975. Áhöfnin komst í gúmmíbjörgunarbáta og var bjargað þaðan af áhöfn Þorsteins RE 303 sem kom þeim til lands.
Sá næsti kom 1977, smíðaður á Akureyri, skrokkurinn kom frá Flekkefjørd, heitir Hjalteyrin EA 306 í dag. Og þessi sem hér birtist kom í maí 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution