
Öðlingur SU 19 er er af gerðinni Cleopatra 36B og hét upphaflega Tranøy T-115-T frá Tromsø. Smíðaður fyrir útgerðarfélagið West Atlantic AS og afhentur í janúar árið 2016.
Eyfreyjunes ehf. á Djúpavogi keypti Tranøy til landsins haustið 2017 og leysti hann af hólmi minni bát með sama nafni.
Öðlingur SU 19 er 11,47 metra langur og mælist 17,37 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution