Gunnar Bjarnason SH 25

144. Gunnar Bjarnason SH 25 ex Hagbarður KE 116. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hér er Gunnar Bjarnason SH 25 á síldarvertíð austanlands um árið, Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44 tók myndina.

Gunnar Bjarnason var smíðaður í Noregi 1963 fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík. Hann nefndi bátinn Loft Baldvinsson EA 124. Síðar hét hann Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og loks Gunnar Bjarnason SH 25 þegar Hraðfrystihús Ólafsvíkur h/f keypti hann árið 1976. Varakollur hf. eignast hann 1986 og Steinunn hf. 1992. Seldur til Noregs árið 1995. Báturinn var yfirbyggður eftir síldarvertíðina 1984.

Í Degi á Akureyri sagði svo frá þann 9. ágúst 1963;

Hinn 16. júlí kom nýtt 225 tonna stálskip til Dalvíkur. Heitir það Loftur Baldvinsson EA 124. Eigendur eru Aðalsteinn Loftsson, Baldvin Loftsson og Guðjón Loftsson, Dalvík.

Loftur Baldvinsson er byggður í Hjörungavogi í Noregi og var um eitt ár í smíðum. Ganghraði er 11.7 mílur. Aðalvélin er Lister, 660 hestafla, með Lianen skiptiskrúfu, sem er norsk uppfinning. Ljósavélar eru tvær, 70 og 34 hestafla.

Skipið er búið nýtízku siglinga- og öryggistækjum. Í því eru tveir Simraddýptarmælar með astikútfærslu og Kelvin-radar, einnig japönsk ljósmiðunarstöð.

Aðallestin er kæld og framannvið hana er frystilest, einnig er kæld bjóðageymsla. 

Skipstjóri er Kristján Jónsson og fyrsti vélstjóri Vigfús Sveinbjörnsson, báðir frá Dalvík. Loftur Baldvinsson fór á síld, þegar eftir heimkomuna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s