Odd Lundberg og Rav í Skagen

Odd Lundberg T-55-G. Ljósmynd Anna Ragnarsdóttir 2019.

Síðunni bárust myndir frá Skagen í Danmörku sem sýna tvö uppsjávarveiðiskip sem eru í smíðum fyrir Norðmenn.

Þetta eru Odd Lunnberg T-55-G sem er með heimahöfn í Harstad og Rav TR-4-O sem er með heimahöfn í Þrándheimi.

Rav TR-4-O. Ljósmynd Anna Ragnarsdóttir 2019.

Rav er öllu stærra að sjá en Odd Lundberg og munar um 10 metrum á lengd þeirra en breiddin svipuð.

Raw er 79,75 metrar að lengd og 15,50 metrar að breidd. Skipið. sem er smíðað fyrir Peter Hepsø Rederi A/S leysir af hólmi 65 metra langt skip útgerðarinnar sem einnig heitir Rav og verður selt. Hér má lesa nánari uppl. um nýsmíðina sem ber smíðanúmerið 443

Odd Lundberg er með smíðanúmer 444 hjá Karstensens Skibsvaerft A/S og er smíðað fyrir fjölskyldufyrirtækið Odd Lundberg A/S. Skipið er 69,99 metrar að lengd og breidd þess 15,20 metrar. Það leysir af hólmi 59 metra skip útgerðarinnar með sama nafni sem smíðað var 2003. Hér má lesa nánari uppl. um nýsmíðina sem ber smíðanúmerið 444.

Skipin eru fullkláruð hjá Karstensens Skibsvaerft A/S í Skagen en skrokkur skipanna er smíðaður í skipasmíðastöð sem fyrirtækið á í Póllandi. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s