
Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segir frá löndunum kolmunnaskipa en á síðustu þremur dögum hafa þrjú skip landað þar um 5000 tonnum
Norderveg H-182-AV kom á laugardagskvöldið með tæp 1.900 tonn, Knester H-9-AV kom á mánudaginn með um 2.000 tonn.
Hoffell SU 80, sem er á meðfylgjandi mynd sem Börkur Kjartansson tók á dögunum á kolmunnamiðunum, kom í gærkvöldi með um 1.050 tonn.
Samtals er nú búið að taka á móti 15.300 tonnum, en fyrsta löndun á kolmunna þetta árið var 15. febrúar þegar Hoffellið landaði 1.580 tonnum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution