Hav Scandik og Hav Saga á Dalvík

Hav Scandik við bryggju á Dalvík 23. febrúar 2019. Ljósmynd Haukur Sigtryggur. Flutningaskipin Hav Scandik og Hav Saga hafa komið til Dalvíkur með skömmu millibili til að sækja hey fyrir Norðmenn. Hav Scandik kom þann 23 febrúar en Hav Saga var að lesta þar í dag. Hav Scandik var smíðað 1990 og er 74,62 metra … Halda áfram að lesa Hav Scandik og Hav Saga á Dalvík

Newfound Pioneer í klassaskoðun hjá Slippnum Akureyri.

Newfound Pioneer við Slippkantinn á Akureyri. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019. Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð.  Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2. Á heimasíðu Slippsins á Akureyri segir að skipið sé í hefbundinni klassaskoðun … Halda áfram að lesa Newfound Pioneer í klassaskoðun hjá Slippnum Akureyri.

Gunnar Langva á Skjálfandaflóa í febrúar 2018

Gunnar Langva M-139-A. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Á þessari mynd er norska uppsjávarveiðiskipið Gunnar Langva við loðnuveiðar á Skjálfanda þann 18. febrúar árið 2018. Gunnar Langva er 75 metrar á lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2.223 GT að stærð. Smíðaður 2003 og heimahöfn í Álasundi. Útgerð Gunnars Langva, Gunnar Langva A/S á von … Halda áfram að lesa Gunnar Langva á Skjálfandaflóa í febrúar 2018