Orri ÍS 20

1052. Orri ÍS 20 ex Guðbjartur Kristján ÍS 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þarna hefur Orri ÍS 20 frá Ísafirði komið í slipp á Akureyri. Orri var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi árið 1967 fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtangann hf. og hét í fyrstu Guðbjartur Kristján ÍS 20 og síðan Orri ÍS 20.

Skipið var síðan selt Bakka hf. í Bolungarvík og fékk þá nafnið Vinur ÍS 8. Síðar var skipið selt Fiskanesi hf. í Grindavík og fékk nafnið Albatros GK 60. Selt aftur vestur til Bolungarvíkur þar sem það fékk nafnið Einar Hálfdáns ÍS 11. Selt til Noregs 2007.

Í Alþýðublaðinu þann 15. október 1967 sagði svo frá komu Guðbjarts Kristjáns ÍS 20 til heimahafnar:

Nýr, 312 tonna bátur kom til Ísafjarðar hinn 25. september síðastliðinn. Bátur þessi, Mb. Guðbjartur Kristján ÍS 20 byggður í Flekkufirði í Noregi. Aðalvél bátsins er af gerðinni Lister, hann hefur tvœr ljósavélar og hliðarskrúfur.

Eigandi bátsins er Norðurtangi hf, Ísafirði, en framkvæmdastjórifyrirtækisins er Baldur Jónsson. Skipstjóri á Guðbjarti Kristjáni, ÍS 20, er Hörður Guðbjartsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

2 athugasemdir á “Orri ÍS 20

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s