
Þarna hefur Orri ÍS 20 frá Ísafirði komið í slipp á Akureyri. Orri var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi árið 1967 fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtangann hf. og hét í fyrstu Guðbjartur Kristján ÍS 20 og síðan Orri ÍS 20.
Skipið var síðan selt Bakka hf. í Bolungarvík og fékk þá nafnið Vinur ÍS 8. Síðar var skipið selt Fiskanesi hf. í Grindavík og fékk nafnið Albatros GK 60. Selt aftur vestur til Bolungarvíkur þar sem það fékk nafnið Einar Hálfdáns ÍS 11. Selt til Noregs 2007.
Í Alþýðublaðinu þann 15. október 1967 sagði svo frá komu Guðbjarts Kristjáns ÍS 20 til heimahafnar:
Nýr, 312 tonna bátur kom til Ísafjarðar hinn 25. september síðastliðinn. Bátur þessi, Mb. Guðbjartur Kristján ÍS 20 byggður í Flekkufirði í Noregi. Aðalvél bátsins er af gerðinni Lister, hann hefur tvœr ljósavélar og hliðarskrúfur.
Eigandi bátsins er Norðurtangi hf, Ísafirði, en framkvæmdastjórifyrirtækisins er Baldur Jónsson. Skipstjóri á Guðbjarti Kristjáni, ÍS 20, er Hörður Guðbjartsson.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution
Nafni minn var fallegt skip.
Líkar viðLíkar við
Satt segirðu ORRI minn. kv. AE
Líkar viðLíkar við