Stapavík SI 5

1121. Stapavík SI 5 ex Þorleifur Jónsson SI 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stapavík SI 5 er hér á siglingu en myndina tók ég um árið þegar við á Geira Péturs ÞH 344 mættum henni er við vorum á útleið frá Siglufirði.

Stapavík SI 5 var í eigu Þormóðs Ramma hf. þegar þarna var komið við sögu.

Upphaflega hét skipið Milly Ekkenga SG 1 og var í eigu þýskrar útgerðar. Hún fékk nafnið Dagný SI 70 þegar Togskip hf. á Siglufirði togarann til landsins árið 1970.

Dagný var 385 brl. og smíðuð í De Dageraadskipasmíðastöðinni í Woubrugge í Hollandi 1966.

Í bókinni Íslensk skip eftir Jón Björnsson segir að 1980 hafi Dagný verið seld til Hafnarfjarðar. Kaupandinn var Ársæll hf. og fékk skipið nafnið Ársæll Sigurðsson HF 12. Það var selt 1983 Þorleifi Björnssyni í Hafnarfirði sem gaf því nafnið Þorleifur Jónsson HF 12. 1986 var skipið skráð á Siglufirði aftur, bar sama nafn en einkennisstafina SI 80. 1987 var skipinu gefið nafnið Stapavík SI 5 en sami eigandi og áður.

Stapavík SI 5 var seld úr landi 1992 en togaranum hafði verið lagt í ársbyrjun 1990. 

Eftirfarandi frétt af komu Dagnýar til Siglufjarðar birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 1970 

Dagný SI 70, hinn nýi skuttogari Togskips hf. á Siglufirði, kom til Siglufjarðar kl. 23 á sunnudagskvöldið. Veður var hið fegursta og fjöldi manns fagnaði skipinu.

Dagný er 549 lestir, búið öllum nýjustu siglingar- og fiskileitartækjum, m. a. netsendi, sem ákveður dýpt vörpunnar. Þá eru tæki til þess að heilfrysta 5 tonn af fiski á sólarhring. ÖIl aðgerð fer fram á lokuðu þilfari.

Skipstjóri er Kristján Rögnvaldsson, fyrsti stýrimaður Hjalti Björnsson og fyrsti vélstjóri Sæmundur Sæmundsson. Búizt er við að skipið fari á veiðar í vikulokin. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s