Þorsteinn EA 810

1903. Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Að þessu sinni birtast tvær myndir af Þorsteini EA 810 með nótina á síðunni. Teknar af Pétri Helga Péturssyni sem var skipverji á Björgu Jónsdóttur ÞH 321 þegar hann tók myndirnar.

Þorsteinn EA 810 hét upphaflega Helga II RE 373 og var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík.

Samherji hf. keypti Helgu II sumarið 1995 en hún var tæplega 800 brúttórúmlestir að stærð. Skipið var 52 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd og búið 4 þúsund hestafla aðalvél.

1903. Þorsteinn EA 810 ex Helga II RE 373. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Helga II RE 373 fékk nafnið Þorsteinn EA 810.

Í lok janúar árið 2001 kom Þorsteinn EA 810 til heimahafnar á Akureyri eftir umfangsmiklar breytingar í Póllandi. Skipið var lengt um 18 metra, stýrishús var fært fram um 11 metra, sett var 1.500 hestafla ljósavél um borð, auk ýmissa annarra breytinga. Með breytingunum jókst burðargeta Þorsteins EA um 75% og gat skipið nú borið um 2.000 

Á haustmánuðum árið 2003 var Þorsteinn EA 810 seldur til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. þar sem hann hélt nafni sínu en varð ÞH 360.

Árið 2008 er Ísfélag Vestmannaeyja hf. orðinn eigandi að H.Þ og árið 2014 er Þorsteinn ÞH 360 seldur til grænlands þar sem hann fékk nafnið Tuneq GR-6-40.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s