Örvar SH 777

239. Örvar SH 777 ex Vestri BA 63. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Örvar SH 777 kom til Húsavíkur í nokkur skipti til löndunar haustið 2004 og tók ég þessa mynd er hann var að leggja upp í róður þann 28. september.

Upphaflega hét báturinn Fróðaklettur GK og var smíðaður hjá Ankerlökker Verft A/S í Florö í Noregi 1964. Hann mældist 251 brl. og var smíðaður fyrir Jón Gíslason s/f í Hafnarfirði.

Útgerðarfélag Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki keypti bátinn árið 1968 og fékk hann nafnið Drangey SK 1.

Seldur Vestra h/f á Pareksfirði árið 1972 og þar fékk hann nafnið Vestri BA 63. Endurmældur það ár og varð við það 204 brl. að stærð.

Báturinn var yfirbyggður og skipt um brú 1986. Einnig endurmældu aftur og mælist þá 196 brl. að stærð.

Upphaflega var 660 hestafla Lister vél í bátnum en árið 1979 var sett Mirrleses Blackstone, einnig 660 hestöfl, í hann.

Hraðfrystuhús Hellisands hf. kaupir Vestra BA 63 og gefur honum nafnið Örvar SH 777 árið 1994. Fyrirtækið gerði hann út til ársins 2008 er nýr og stærri Örvar SH 777 leysti hann af hólmi.

Hann fékk nafnið Örvar II SH 177 um tíma en eftir það hét hann Kristbjörg og var ýmist HF 177, ÁR 177 eða ÍS 177.

Árið 2013 fékk hann nafnið Tjaldanes GK 525 og var það síðasta nafnið sem báturinn bar áður en hann fór utan til niðurrifs. Það var árið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s