200. Þorlákur helgi ÁR 11 ex Búðanes GK 101. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Það er ekki úr vegi að birta mynd af Þorláki helga ÁR 11 á Þorláksmessu. Myndin var tekin þegar Þorlákur helgi ÁR 11 var á rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi um árið en hann var smíðaður í Noregi 1960 fyrir bræðurnar Ársæl og Þorstein … Halda áfram að lesa Þorlákur helgi ÁR 11
Day: 23. desember, 2018
Kári GK 146
399. Kári GK 146 ex Örninn KE 127. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kári GK 146 var smíðaður úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð. Hann hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 áður en hann fékk Káranafnið sem hann bar í … Halda áfram að lesa Kári GK 146
Súlan EA 300
Súlan EA 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Súlan EA 300 liggur hér ljósum prýdd við bryggju í Fiskihöfninni á Akureyri um árið. Hjalteyrin EA 310 liggur inann við Súluna en bæði þessi skip eru horfin af íslenskri skipaskrá. Með því að smella á mydnina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.
Sigurfari GK 138
Sigurfari GK 138 ex Sigurfari VE 138. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008. Dragnótabáturinn Sigurfari GK 138 kemur að landi í Grindavík á vetrarvertíðinni árið 2008. Sigurfari var áður VE 138 en hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986. Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og … Halda áfram að lesa Sigurfari GK 138
Freyr ÞH 1
11. Freyr ÞH 1 ex Freyr GK 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Freyr ÞH 1 siglir hér út Skjálfandaflóa eftir löndun á Húsavík en hann var í eigu Vísis h/f í Grindavík. Upphaflega Arnfirðingur RE 212 smíðaður í Noregi 1963 fyrir Arnarvík h/f í Grindavík. Hét síðar Sandafell, Freyr og að lokum Siggi Þorsteins en hann … Halda áfram að lesa Freyr ÞH 1