Þorlákur helgi ÁR 11

200. Þorlákur helgi ÁR 11 ex Búðanes GK 101. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Það er ekki úr vegi að birta mynd af Þorláki helga ÁR 11 á Þorláksmessu. Myndin var tekin þegar Þorlákur helgi ÁR 11 var á rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi um árið en hann var smíðaður í Noregi 1960 fyrir bræðurnar Ársæl og Þorstein … Halda áfram að lesa Þorlákur helgi ÁR 11

Súlan EA 300

Súlan EA 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Súlan EA 300 liggur hér ljósum prýdd við bryggju í Fiskihöfninni á Akureyri um árið. Hjalteyrin EA 310 liggur inann við Súluna en bæði þessi skip eru horfin af íslenskri skipaskrá. Með því að smella á mydnina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Sigurfari GK 138

Sigurfari GK 138 ex Sigurfari VE 138. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008. Dragnótabáturinn Sigurfari GK 138 kemur að landi í Grindavík á vetrarvertíðinni árið 2008. Sigurfari var áður VE 138 en hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986. Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og … Halda áfram að lesa Sigurfari GK 138