Sigurður VE 15

183. Sigurður VE 15 ex Sigurður RE 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurður VE 15 er hér að koma að sumarlagi með slatta til löndunar í Krossanesi.

Upphaflega Sigurður ÍS 33 og síðar RE 4, smíðaður í Þýskalandi árið 1960 fyrir Ísfell h/f á Flateyri.

Þegar Sigurður VE 15 varð 40 ára í september árið 2000 birtist grein um hann í Morgunblaðinu og m.a mátti lesa þetta þar:

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE varð 40 ára gamalt 25. september síðastliðinn en skipið er eitt það aflasælasta í Íslandssögunni.

Sigurður á sér allsérstæða sögu en upphaflega var skipið byggt sem síðutogari í Bremerhaven í Þýskalandi. Það var útgerðin Ísfell á Flateyri sem lét smíða skipið en eigandi útgerðarinnar var Einar Sigurðsson.

Skipið bar í fyrstu einkennisstafina ÍS 33 en kom þó sjaldan í heimahöfn og var lengstum gert út frá Reykjavík og bar því einkennisstafina RE 4. Þá stafi bar Sigurður þar til fyrir fáum árum þegar þeim var breytt í VE 15.

Sigurður var einn af fjórum svokölluðum þúsund tonna togurum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga en hinir voru Maí GK, Freyr RE og Víkingur AK. Maí og Freyr stoppuðu hins vegar stutt við hér á landi og voru seldir erlendis, en Víkingur er enn gerður út frá Akranesi

Sigurður VE 15 fór í niðurrif til Danmerkur árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s