Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Donna Wood siglir hér út Øfjord í Scoresby sem umlukinn er háum fjöllum á báða vegu. Hæsti tindurinn 1800 metrar minnir mig. Fékk upplýsingar um að fjallið Grundvigskirken er 1882 metrar en lengra frá sjó eru þrír tindar yfir 2000 metrar, sá hæsti 2220 metrar. Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. … Halda áfram að lesa Donna Wood í Øfjord
Day: 14. desember, 2018
Jólalegt við Húsavíkurhöfn
Húsavíkurhöfn 14. desember 2018. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það var jólalegt um að litast við Húsavíkurhöfn í kvöld og lognið nær algjört. Sem gerði það að verkum að ég náði í myndavélina heim og stillti upp þrífótnum á bryggjunni og hóf að mynda. Og hér að neðan má sjá afraksturinn. 306. Knörrinn og Dagmar Aaen í … Halda áfram að lesa Jólalegt við Húsavíkurhöfn