Löndun í Sandgerðisbót

1542. Finnur EA 245 ex Andri ÓF. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Átti leið um Sandgerðisbótina á Akureyri í upphafi vikunnar og þar var verið að landa úr netabátnum Finni EA 245. Jón Sævar Grétarsson rær á Finni með dóttursyni sínum og voru þeir með eina trossu í sjó. Þeir höfðu dregið trossuna á sunnudeginum og … Halda áfram að lesa Löndun í Sandgerðisbót

Wilson North

Wilson North við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Wilson North liggur við Bökugarðinn í þessum skrifuðu orðum og losar hráefnisfarm til PCC á Bakka. Skipið er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt. Mælist 6,118 GT að stærð. Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir Maltnesku flaggi með heimahöfn í Walletta. Með … Halda áfram að lesa Wilson North

Sigurborg SH 12

1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Sigurborg SH 12 sem hér sést á á siglingu til Húsavíkur hét upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupsstað, smíðaður í Hommelvik í Noregi 1966.  Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 var smíðaður fyrir Múla hf. á Neskaupstað en 1978 kaupir Gunnar I. Hafsteinsson í … Halda áfram að lesa Sigurborg SH 12