Senior N-60-B ex Kvannøy. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Norska loðnuskipið Senior N-60-B er hér á mynd sem tekin var í febrúar sl. þegar floti norskra loðnuskipa var á Skjálfanda. Senior er 63 metra langur, 12 metra breiður og mælist 1693 GT að stærð. Smíðaður 1989 og með heimahöfn í Bodø. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Senior N-60-B
Day: 25. desember, 2018
Sigurborg AK 375
1019. Sigurborg AK 375 ex Freyja RE 38. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Sigurborg AK 375 kemur hér að bryggju á Vopnafirði á fallegum haustmorgni. Árið 1982 að ég held. Þarna var síld landað til söltunar en ekki virðist nú mikið vera í Sigurborginni. Sigurborg AK 375 var smíðuð í Noregi 1966 eins og kom fram … Halda áfram að lesa Sigurborg AK 375
Sjöfn EA 142
1028. Sjöfn EA 142 ex Sjöfn ÞH 142. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Sjöfn EA 142 kom og landaði á Húsavík 8. apríl árið 2003 og voru þessar myndir teknar þegar hún lét úr höfn eftir löndun. Hún var á þorskanetum. Sjöfn EA 142 var smíðuð í Boizenburg í A-Þýsklalandi árið 1967 og hét upphaflega og … Halda áfram að lesa Sjöfn EA 142
Nanna Ósk II ÞH 133
2793. Nanna Ósk II ÞH 133. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010. Nanna Ósk II ÞH 133 kom ný til heimahafnar á Raufarhöfn þann 5. nóvember árið 2010 en þessar myndir voru teknar daginn eftir. Það var Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf. á Raufarhöfn sem lét smíða bátinn, sem er af Cleopatra 38 gerð, hjá Trefjum í Hafnarfirði. Að … Halda áfram að lesa Nanna Ósk II ÞH 133