Skógafoss á Húsavík

Skógafoss við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Skógafoss Eimskipafélagsins kom til Húsavíkur upp úr miðnætti í gær og lagðist að Bökugarðinum þar sem upp- og útskipun fer fram. Skógafoss var smíðaður árið 2007 og hét Ice Bird til ársins 2011. Hann er 130 metrar að lengd og 20,6 metra breiður. Mælist 7.545 GT að stærð. … Halda áfram að lesa Skógafoss á Húsavík

Cuxhaven NC 100 á Eyjafirði

Cuxhaven NC 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Cuxhaven NC 100 er hér á siglingu undir Ólafsfjarðarmúla á leið sinni til Akureyrar í októbermánuði í fyrra. Skipið hafði verið við grálúðu- og karfaveiðar við Grænland og kom til löndunar á Akureyri. Við Haukur Sigtryggur fórum með Sigurjóni Herbertssyni á Fanney EA 82 til móts við togarann … Halda áfram að lesa Cuxhaven NC 100 á Eyjafirði