
Hér liggja Spánartogararnir Kaldbakur EA 1 og Harðbakur EA 3 (fjær) við ÚA bryggjuna á Akureyri í júlímánuði árið 2004.
Þeir voru smíðaðir fyrir ÚA í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.
Kaldbakur EA 301 kom á undan, í desember árið 1974 og Harðbakur EA 303 kom í marsmánuði árið 1975.
Kaldbakur fór í brotajárn í Belgíu árið 2018, hét þá Sólbakur EA 301.
Harðbakur hefur heitið Poseidon eftir að honum var breytt í rannsóknarskip fyrir rúmum tíu árum eða svo.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution