
Diddó ÍS 232 hét alla tíð þessu nafni en upphaflega var hann Diddó BA 45 með heimahöfn á Patreksfirði.
Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður úr furu og eik í Bátalóni í Hafnarfirði fyrir Þorstein Friðþjófsson á Patreksfirði. Hann var búinn 44 hestafla Kelvinvél. Smíðaár 1963.
Báturinn bar eins og áður segir alla tíð nafnið Diddó en einkennisstafir og númer voru þessi: Frá 1963-1980 BA 45, frá 1980-1982 KÓ 7, frá 1982-1988 RE 232, 1988-1991 ÍS 232 og AK 232 frá 1991 til ársins 1994.
Báturinn var afskráður af skipaskrá árið 1994.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution