Hákon ÞH 250

1807. Hákon ÞH 250. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Nóta- og togskipið Hákon ÞH 250 frá Grenivík er hér að rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi sumarið 1989.

Hákon kom til landsins í desembermánuði 1987 en frá komu hans sagði svo í 4 tbl. Ægis 1988:

Nýtt nóta- og togveiðiskip bættist við fiskiskipastól Íslendinga 18. desembers.l., en þá kom Hákon ÞH 250 í fyrsta sinn til hafnar íReykjavík. Skipið var hannað hjá Skipsteknisk A/S í Noregi, og er nýsmíði númer205 hjá Ulstein Hatle íNoregi.

Hið nýja skip kemur í stað eldra skips með sama nafni, sem selt hefur verið úr landi. Skipið er meðal skrokkstærstu nótaveiðiskipa sem byggð hafa verið fyrir Íslendinga, systurskip Péturs Jónssonar RE, sem bættist við flotann fyrr á s.l. ári. Skipið er búið vinnslu- og frystibúnaði.

Eigandi Hákons ÞH er Gjögur h.f. á Grenivík. Skipstjóri á skipinu er Oddgeir Jóhannsson og yfirvélstjóri Sigurður Þorláksson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Guðmundur Þorbjörnsson.

Hákon ÞH 250 var/er 821 brl. að stærð. Lengd hans var/er 57,45 metrar og breiddin 12,50 metrar. Aðalvélin er af gerðinni Bergen Diesel.

Vorið 2001 fékk Hákon nafnið Áskell EA 48 en nýr og stærri Hákon leysti hann af hólmi. Það var svo sumarið 2008 sem hann fékk nafnið Birtingur NK 119 og eigandi Síldarvinnslan.

Síðla sumars 2009 var Birtingur seldur til Grænlands og fékk þá nafnið Erika og heimahöfnin Tasilaq.

Kaupandinn var Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S en Síldarvinnslan á hlut í því fyrirtæki. 

Erika er nú undir flaggi Marakkó.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s