
Árni í Görðum VE 73 var smíðaður árið 1971 fyrir Einar Guðmundsson h/f hjá Þorgeir & Ellert h/f á Akranesi. Hann var 103 brl. að stærð búinn 500 hestafla Alpha aðalvél.
Haustið 1983 er Árni í Görðum VE 73 seldur innanbæjar í Vestmannaeyjum og fær nafnið Ófeigur VE 324.
Árið 1989 var Ófeigur VE 324 seldur norður á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Ingimundur gamli HU 65.
Ingimundur gamli HU 65 sökk sunnudaginn 8. október 2000 þar sem hann var að rækjuveiðum. Sæbjörg ST 7 bjargaði tveim úr áhöfn bátsins, sem þá var gerður út frá Hvammstanga, en skipstjórinn fórst með bátnum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Flott mynd. þarna eru Guðfinnur í stjórnborðsglugganum, Ævar Þóris kokkur, bakborðsmegin. Sennilega Bragi Vélstjóri í miðjuglugganum. Framá eru Ólafur Örn stýrimaður fremst, Árni Jóns næst, þá Bergur Antons vélstjóri og Erling Einars.
Kv. Ólafur Örn
Líkar viðLíkar við