Árni í Görðum VE 73

1179. Árni í Görðum VE 73. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Árni í Görðum VE 73 var smíðaður árið 1971 fyrir Einar Guðmundsson h/f hjá Þorgeir & Ellert h/f á Akranesi. Hann var 103 brl. að stærð búinn 500 hestafla Alpha aðalvél.

Haustið 1983 er Árni í Görðum VE 73 seldur innanbæjar í Vestmannaeyjum og fær nafnið Ófeigur VE 324. 

Árið 1989 var Ófeigur VE 324 seldur norður á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Ingimundur gamli HU 65. 

Ingimundur gamli HU 65 sökk sunnudaginn 8. október 2000 þar sem hann var að rækjuveiðum. Sæbjörg ST 7 bjargaði tveim úr áhöfn bátsins, sem þá var gerður út frá Hvammstanga, en skipstjórinn fórst með bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Árni í Görðum VE 73

  1. Flott mynd. þarna eru Guðfinnur í stjórnborðsglugganum, Ævar Þóris kokkur, bakborðsmegin. Sennilega Bragi Vélstjóri í miðjuglugganum. Framá eru Ólafur Örn stýrimaður fremst, Árni Jóns næst, þá Bergur Antons vélstjóri og Erling Einars.
    Kv. Ólafur Örn

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s