
Mávur SI 96 hét upphaflega Ingunn Sveinsdóttir AK 91 og var smíðuð árið 2010 hjá Siglufjarðar-Seig fyrir Harald Böðvarsson & co ehf. á Akranesi.
Báturinn, sem er 14,77 BT að stærð, var seldur Siglunesi hf. á Siglufirði árið 2012. Árið 2015 var Páley ehf. skráður eigandi en Mávurinn var seldur til Noregs árið 2017.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution