
Það styttist í að vetrarvertíð hefjist en samkvæmt almanak.is hefst hún daginn eftir Kyndilmessu. Hér á myndinni sést Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn koma að bryggju í Njarðvík á vertíðinni 2018.
Um vetrarvertíð segir á almanak.is:
vetrarvertíð (á Suðurlandi), veiðitími að vetri; telst frá fornu fari hefjast daginn eftir kyndilmessu, þ. e. 3. febrúar, nema ef það er sunnudagur, þá 4. febrúar, –> vertíð. Vertíðinni lýkur 11. maí (lokadag). Tímamörk vetrarvertíðar voru staðfest með alþingissamþykkt um breytt tímatal árið 1700, en í gamla stíl hófst vetrarvertíð á Pálsmessu (25. janúar).
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution