
Um miðjan ágústmánuð sl. birti ég myndir af línubátnum Óla G GK 50 koma til hafnar á Húsavík en hann átti eftir að lenda fyrir linsunni í þrígang áður en ágúst var allur.
Fyrst þegar hann var að láta úr höfn á Húsavík og er myndin hér fyrir ofan tekin þá en í hin tvö skiptin á Siglufirði og birtast þær myndir hér fyrir neðan.
Um bátinn má lesa í færslunni frá því í sumar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
