
Línubáturinn Óli G GK 50 frá Sandgerði kom til löndunar á Húsavík í dag en línuna höfðu kallarnir lagt í Skjálfanda.
Báturinn er í eigu Stellar Seafood ehf. í Sandgerði en hét upphaflega Særif SH 25. Hann var smíðaður hjá Trefjum árið 2005 fyrir Melnes ehf. á Rifi.
Árið 2015 fékk báturinn nafnið Sæbliki SH 32 en þá hafði útgerðin fengið nýtt Særif SH 25.
Sumarið 2018 fær báturinn nafnið Elín BA 58 sem hann bar í rúmt ár áður en hann fékk núverandi nafn, Óli G GK 50.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution