
Handfærabáturinn Alda EA 63 kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld og það í rjómablíðu.
Alda EA 63, sem hét áður Frigg ST 69, er í eigu Smolla ehf. á Akureyri og var smíðuð árið 1992 í Bátasmiðju Guðmundar.
Báturinn er af Sómagerð og var þiljaður árið 2001 og breikkaður árið 2006. Í honum er 254 hestafla Cummins frá árinu 2000.
Báturinn hét upphaflega Sómi HF 100 en hefur heitið mörgum nöfnum í gegnum tíðina.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution