Muninn II GK 343

929. Muninn II GK 343. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Muninn II GK 343 var smíðaður í Gilleleje í Danmörku árið 1945 og mældist 38 brl. að stærð. Hann var keyptur til Íslands árið 1947 og fékk þá þetta nafn. Hannes Baldvinsson á Siglufirði tók þessa mynd.

Eigendur hans voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði. 1960 var hann seldur Gísla J. Halldórssyni í Keflavík sem nefndi bátinn Þorstein Gíslason KE 90.

1966 var sett 240 hestafla GM aðalvél í hann og í árslok sama árs kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hann og nefnir Sandvík KE 90.

Í nóvember 1970 fær hann nafnið Svanur KE 90 þegar Ingólfur R. Halldórsson í Keflavík kaupir hann. 1987 er Karl Sigurður Njálsson skráður meðeigandi Ingólfs að bátnum.

Ljósfiskur eignaðist bátinn í kringum aldarmótin og nokkrum árum síðan var hann kominn á legudeildina í Njarðvíkurhöfn.

Rifinn í Helguvík arið 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s