
Sævíkin GK 757 var að draga línuna á Staðarbrúninni rétt vestan Grindavíkur í dag þegar Jón Steinar sendi drónann í myndatökutúr nú um miðjan daginn.
Jón Steinar segir á síðu sinni: Þeir voru þarna að klára að draga þennan daginn en þeir lögðu smá stubb í Röstina og svo restina hér í Staðarbrúnina.
Það var mokfiskirí hjá þeim og slógu þeir á að afli dagsins væri á bilinu 16-17 tonn. Þar af voru um 8 tonn á 4 rekka sem lagðir voru í Röstinni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution