Ófeigur III VE 325

707. Ófeigur II VE 325. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ófeigur III VE 325, sem hér siglir inn Reyðarfjörð, var smíðaður í Hollandi árið 1955 og hét sama nafninu alla tíð.

Eigendur hans frá upphafi árs 1955 voru þeir Þorstein Sigurðsson og Ólaf Sigurðsson í Vestmannaeyjum. Báturinn sem upphaflega mældist 66 brl. að stærð var lengdur á Akranesi 1965 og mældist þá 81 brl. að stærð. Þá var einnig skipt um aðalvél. í stað 220 hestafla Grenaa var sett í hann 380 hestafla Caterpillar.

Í lok árs 1970 er Þorsteinn Sigurðsson einn skráður eigandi bátsins. Bátnum var breytt 1974 og hann endurmældur, mældist þá 86 brl. að stærð. Ný 425 hestafla Caterpillar var sett í bátinn árið 1977 og árið 1985 var skráður eigandi Ófeigur sf. í vestmannaeyjum.

Ófeigur III strandaði við Þorlákshöfn árið 1988 og eyðilagðist en áhöfnin, 3 menn, bjargaðist til lands. Heimild: Íslensk skip.

Í 3 tbl. Ægis 1955 sagði m.a svo frá komu Ófeigs III til landsins en hann var fysrta stálfiskiskipið sem smíðað var fyrir íslendinga:

Hinn 17. febrúar kom til landsins fyrsti fiskibáturinn, sem byggður hefur verið úr stáli fyrir íslendinga. Kom hann til Vestmannaeyja, en þar verður heimahöfn hans. Heitir báturinn „Ófeigur“ III og ber skrásetningartöluna VE 325. Smíðaður var báturinn í Hollandi, en skipasmíðastöðvar þar í landi hafa gert mikið að því að byggja stálbáta fyrir útgerðarmenn þar í landi.

Lengd bátsins er 21 m, breidd hans 5.6 m og dýpt 2.75 m, en rúmlestatalan 66. Byrðingur, þilfar og yfirbygging er allt úr stáli, en þilfarið er klætt harðviði. Lestin er einangruð með korki, en klætt yfir það með tré. Mannaíbúðir eru vandaðar og rúmgóðar. Eru þær hitaðar upp með raf-magni. Vél bátsins er Grenaa 220 hö. og mun ganghraði hans vera 9.5—10 sjómílur. Tvær vindur eru á þilfari, línuvinda og togvinda, og eru báðar knúðar þrýstidælum.

Er báturinn vel búinn af öllum nauðsynlegum tækjum til veiða og siglinga, og hefur m. a. verið sett í hann asdiktæki til fiskileitar. Báturinn var tilbúinn til veiða fjórum dögum eftir heimkomuna.

Kostnaðarverð bátsins við afhendingu í Hollandi var um kr. 1.070.000.

Skipasmíðastöðin, sem bátinn byggði, er í Hardingsveld í Hollandi, en umboðsmaður hennar hér á landi er Magnús Ó. Ólafsson í Reykjavík. Eigendur bátsins eru þeir Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson, útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, en hinn síðarnefndi verður jafnframt skipstjóri á bátnum.

Jón H. Stefánsson skipstjóri í Reykja- vík sigldi bátnum til landsins og hefur „Ægir“ spurt hann, hvað hann vildi helzt um bátinn segja. Taldi hann, að báturinn hefði fengið tækifæri til þess að sýna það á heimferðinni, að hann er ágætur í sjó að leggja, en sérstaklega taldi hann eftirtektarvert, hversu mikið vinnupláss væri á þilfari hans samanborið við það, sem hér tíðkast á bátum af svipaðri stærð. Ætti þetta bæði við sjálft þilfarið og gangana aftur með stýrishúsinu.

Fagnaðarefni er það, þegar ruddar eru nýjar brautir, svo sem hér hefur gert verið, og óskar „Ægir“ eigendunum til hamingju með hina nýju fleytu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s