Tryllir á grásleppuveiðum

6998. Tryllir GK 600 ex Tryllir RE 600. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar sendi drónann á loft í morgun til að mynda grásleppubátinn Trylli GK 600 sem var að veiðum rétt vestan Grindavíkur.

Það eru feðgarnir Hafsteinn Sæmundsson og Heimir Örn Hafsteinsson sem róa Trylli en Hafsteinn, sem er 84 ára, er eigandi bátsins.

Tryllir GK 600 hét áður Tryllir RE 600 og var smíðaður í Bátasmiðjunni Mótun hf. árið 1988.

Jón Steinar skrifar eftirfarandi á síðu sína Báta & bryggjurölt í dag:

Aflinn hjá þeim var um 3 tonn í 11 trossur sem þeir eru með hér á Hásteinunum og vestur með Staðarberginum.

Alls eru þeir með 22 trossur og draga sitthvorn helminginn annanhvern dag, á morgun draga þeir aðrar 11 trossur sem þeir eru með inni á Hraunsvíkinni.

Hafsteinn sem verður 84 ára á árinu lét nú hafa eftir sér í viðtali fyrir fimm árum síðan að hann ætlaði að hætta fyrir áttrætt en kall er enn að og aldrei sprækari. Heimir Örn sagði glottandi kallinn búinn að vera á síðustu grásleppuvertíðinni sinni síðastliðin 10 ár.

Það hefur verið mjög gott fiskirí hjá þeim feðgum og aflinn kominn vel yfir 20 tonn af grásleppu það sem af er úthaldinu.

Þeir koma til með að hætta á grásleppunni núna í byrjun maí þar sem að Heimir hefur það að aðalstarfi að vera skipsstjóri á hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni RE 200 er á leið með hann í leiðangur þann 4. maí.

Þannig er það nú.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s